Myrkur hamingjunnar
Þegar ég brosi lokast
augun mín. Í blindri
hamingju, sælu svíf ég.
Þau lokast í hálfmána,
tákn nætur, myrkurs.
Í myrkri hamingjunnar,
dreg ég fyrir
gluggatjöld sálar minnar.
Það sést ekki inn,
það sést ekki út.
Ég hverf

en í myrkri sé ég.  
Perla Dís
1982 - ...


Ljóð eftir Perlu Dís

Myrkur hamingjunnar
Líf