Líf
Morgungeislar sleikja
mjúkt hörund.
Fuglasöngur gælir við
opin eyru.
Tært loftið nærir
hungraðan líkama.
Dulin alsæla faðmar
sofandi sál.

Ef aðeins ég væri
vakandi til að upplifa
slíkan unað.  
Perla Dís
1982 - ...


Ljóð eftir Perlu Dís

Myrkur hamingjunnar
Líf