Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
Tár skríður niður kinn,
aldan lekur af steini,
sól sekkur í sæ,
ég kveð en elska þó í leyni.
Enginn veit hvað átt hefur,
fyrr en misst hefur.
Maðurinn á tunglinu er einmana,
hafmeyjan í hafinu er einmana,
Guð á himninum er einmana,
fóstur í maga er einmana.
Það er enginn svo sterkur
að hann geti staðið einn á báti,
jafnvel í logni, báturinn vaggar.
Enginn veit hvað átt hefur,
fyrr en misst hefur.
Dimmalimm kyssti svaninn sinn og fór.
aldan lekur af steini,
sól sekkur í sæ,
ég kveð en elska þó í leyni.
Enginn veit hvað átt hefur,
fyrr en misst hefur.
Maðurinn á tunglinu er einmana,
hafmeyjan í hafinu er einmana,
Guð á himninum er einmana,
fóstur í maga er einmana.
Það er enginn svo sterkur
að hann geti staðið einn á báti,
jafnvel í logni, báturinn vaggar.
Enginn veit hvað átt hefur,
fyrr en misst hefur.
Dimmalimm kyssti svaninn sinn og fór.