Hreinsun
Það byrjar að snúast.
Ég opna rykfallin augu eftir langan raunveruleikadvala og lít í kringum mig.
Fyrst um sinn er ekkert að sjá nema ryk en með tímanum strík ég hvert kornið af fætur öðru og einblíni inn fortíðinna, sem svo lengi hafði verið fallin bak við lokaða veggi augnanna.
Sum kornin eru svo föst, svo djúp og svo köld að ég finn fyrir nístandi sársauka. Minningarnar rista djúpt og hversdagleikinn hylur ekki lengur heldur stráir salt í sárin.
Þetta er hreinsun, út með allt sem ég sópaði undir.
Ég strík af sálinni með skynseminni og hendi út óhreinindunum með tjáningu.
Mig verkjar í taugarnar eftir þrifin.
Ég er þyrst og helli í mig þekkingu, styrk og trú.
Mig hungrar eftir ást sem ég kaupi með kærleik.
Þar slæ ég tvær flugur í einu höggi og græði einnig von.
Ég stend stolt eftir þrifin.
Strek.
Ánægð með sjálfa mig.
Það hefur snúist.

 
Nanna K. Kristjánsdóttir
1978 - ...


Ljóð eftir Nönnu

Haltu ástinni...
Hreinsun
Vorið
Tómleiki
Orusta lífsins
Ástin...
Lífið..
Landið mitt...
Brotin spegilmynd