Ástin...
Ástin er eins og nautabaninn,
Sem lokkar nautið með rauðu, seyðandi lit og ögrar því að takast á við hann.
Þegar nautið hleypur í gegn, stingur ástin það í bakið og særir það blæðandi sárum.
Hið ástfangna naut heldur í blindni áfram í von um fullnægingu á hvötum sínum, þar til dauðinn skilur þau að.
Ástin stendur eftir með blóðugar hendur og áhorfendur fagna stöðugt.

 
Nanna K. Kristjánsdóttir
1978 - ...


Ljóð eftir Nönnu

Haltu ástinni...
Hreinsun
Vorið
Tómleiki
Orusta lífsins
Ástin...
Lífið..
Landið mitt...
Brotin spegilmynd