Brotin spegilmynd
Ég leit í spegilinn og brosti
Falleg, ung, fín og hrein
Ég vildi að hann sæi mína kosti
fá að vera með honum ein
Hann dró mig út í nístings frosti
Ég áttaði mig ekki, varð alltof sein
Í augum hans brann dýrslegur losti
með hulið fyrir vitum mínum heyrðist aðeins vein,
lítið kvein
Ég leit í spegilinn, í kaldhæðni brosti
Eldri, rifin , óhrein
Falleg, ung, fín og hrein
Ég vildi að hann sæi mína kosti
fá að vera með honum ein
Hann dró mig út í nístings frosti
Ég áttaði mig ekki, varð alltof sein
Í augum hans brann dýrslegur losti
með hulið fyrir vitum mínum heyrðist aðeins vein,
lítið kvein
Ég leit í spegilinn, í kaldhæðni brosti
Eldri, rifin , óhrein