

Aleinn í fjörunni,
Horfi á kvöldroðan á ágústkvöldi,
bleikur himininn bræðir jökulinn,
kríurnar kvaka yfir mér,
sjórinn skellur á landið,
báturinn berst við brimið,
Gróttuvitinn gægist upp úr eynni,
Ég sit einn og einmana,
þegar sólin sekkur í jökulinn,
krían goggar í hausinn,
sjórinn flæðir yfir mig,
báturinn, sekkur í sæ,
Gróttuvitinn grætur í eymd,
Ég er aleinn og
horfi á kvöldroðan á ágústkvöldi.
Horfi á kvöldroðan á ágústkvöldi,
bleikur himininn bræðir jökulinn,
kríurnar kvaka yfir mér,
sjórinn skellur á landið,
báturinn berst við brimið,
Gróttuvitinn gægist upp úr eynni,
Ég sit einn og einmana,
þegar sólin sekkur í jökulinn,
krían goggar í hausinn,
sjórinn flæðir yfir mig,
báturinn, sekkur í sæ,
Gróttuvitinn grætur í eymd,
Ég er aleinn og
horfi á kvöldroðan á ágústkvöldi.