Hugrenningar yfir fréttatíma
Með nútímatækni og fjölmiðlapóst,
fregnir af styrjöldum bárust.
Hvenær verður manninum ljóst,
að stríð eru saklausum sárust.

Yfir úthöf, eyðimörk og frosið hjarn,
ferðast mynd sem er fréttunum fengur.
Hún sýnir lítið grátandi barn,
sem enga á foreldra lengur.

Getum við foreldrar á hryllinginn bent,
og sagt “Þetta þykir mér verst”.
Þegar börnunum okkar af tölvum er kennt,
að með ofbeldi þrífumst við best.
 
Magnús Antonsson
1960 - ...


Ljóð eftir Magnús Antonsson

Baráttan
Hugrenningar yfir fréttatíma
Morgundagurinn
Dóttir mín.