Morgundagurinn
Á ég að trúa á morgundaginn?
Á þau ótal tækifæri sem
hann býður uppá?

En hvenær er morgundagurinn?
Í gær var hann á morgun,
í dag er hann á morgun,
á morgun verður hann enn á morgun.

Hann kemur aldrei
hann verður alltaf
á morgun.
 
Magnús Antonsson
1960 - ...


Ljóð eftir Magnús Antonsson

Baráttan
Hugrenningar yfir fréttatíma
Morgundagurinn
Dóttir mín.