

Ég labba niður fjölfarna götuna,
horfi í kring um mig,
læt sem ég sé til.
Enginn sér mig,
ég sé ekki neinn,
ég er ekki til.
Til hvers ert þú þarna,
þú sem grætur handan götunnar
í óhreinum fötum,
aleinn,
alveg eins og ég.
Ég labba áfram flott,
á fínum hælum,
sárfætt,
en læt eins og ekkert sé.
Hver skyldi gráta á morgun ?
horfi í kring um mig,
læt sem ég sé til.
Enginn sér mig,
ég sé ekki neinn,
ég er ekki til.
Til hvers ert þú þarna,
þú sem grætur handan götunnar
í óhreinum fötum,
aleinn,
alveg eins og ég.
Ég labba áfram flott,
á fínum hælum,
sárfætt,
en læt eins og ekkert sé.
Hver skyldi gráta á morgun ?