viðhaldið þitt
ég hélt það væri ást
en það var ekki rétt
þú sagðist ekki drekka
en hvað gerir þú þá

ferð á fillerí
og færð þér á broddinn
sé þig sleikja
á annari stelpu skoltinn

mig langar að gráta
en veit ei af hverju
þú varst minn
en ert það ekki lengur

fyrst ég var sár
en komst svo yfir þig
við erum bara vinir
ég vil þig ekki sem meir

Viðhaldið þitt er lítil ljóska
sem ekki gekk í skóla
fór í meðferð, er samt í dópi
skil ekki hví þú ert í þeim hópi

þú vilt mig aftur
ég segi nei
það er ekki gott að vera særður
ég brenni mig ei aftur á þér

ég hef reynt þér að gleyma
það gengur illa
ég læt mig oft um þig dreyma
það sem þú ert samt.. þú ert bara villa

skaddaður í hausnum
hví gerðiru þetta
ég elskaði þig
og hefði fyrir þig dáið

foreldrum mínum var illa við þig
nú ég skil það vel
ég hefði átt á þau að hlusta
og sleppa þessu sambandi

mamma sagði mér að þetta myndi gerast
en ég vildi ekki hlusta
en þetta litla viðhald þitt
ég veit að hún er drusla.  
Erla Heiða Sverrisdóttir
1988 - ...


Ljóð eftir Erlu heiðu sverrisdóttur

viðhaldið þitt
Grátur
ástarjátning