Ég á að brosa
Hví er ég að gráta?
Ég óska þess að tárið renni tilbaka,
get ég ekki spólað tilbaka?
Ég vildi ég gæti það,
Eða látið bara á pásu
Og hugsað mig um stund.
Ég vildi ég vissi það,
af hverju ég er að gráta,
kannski brosi ég of mikið,
hyl tárin, eins og stíflu,
Kárahnjúkar.
En einn daginn mun hún bresta,
hvað þá?
Eftir of mikla sól bráðnar jökullinn,
flóð,
eftir of mikla gleði brestur varnargarðurinn,
flóð.
Hví er ég að gráta?
Þegar lífið brosir við mér,
ég á ekki rétt á því,
þess vegna spóla ég bara tilbaka,
og brosi, brosi eins og ég hef alltaf gert.
Ég óska þess að tárið renni tilbaka,
get ég ekki spólað tilbaka?
Ég vildi ég gæti það,
Eða látið bara á pásu
Og hugsað mig um stund.
Ég vildi ég vissi það,
af hverju ég er að gráta,
kannski brosi ég of mikið,
hyl tárin, eins og stíflu,
Kárahnjúkar.
En einn daginn mun hún bresta,
hvað þá?
Eftir of mikla sól bráðnar jökullinn,
flóð,
eftir of mikla gleði brestur varnargarðurinn,
flóð.
Hví er ég að gráta?
Þegar lífið brosir við mér,
ég á ekki rétt á því,
þess vegna spóla ég bara tilbaka,
og brosi, brosi eins og ég hef alltaf gert.