Fyrirgefning syndanna
Lítil stúlka undir mold,
grafin köld og gleymd,
æskan ekki fögur var,
eilíf sorg og eimd.

Blár og marinn líkaminn,
blóðidrifið hár,
sálin lamin og eiðilögð,
í hjarta rist var sár!

Fyrirgefning syndanna,
heiftin köld sem ís,
hnífurinn á bólakaf,
brostið hjarta frís.

Alein var hún og er hún enn,
undir kaldri mold,
brostið hjarta, brostin augu,
marið líflaust hold.
 
Stefanía
1990 - ...
Það segir sig sjálft.


Ljóð eftir Stefaníu

Innblástur
Fyrirgefning syndanna