Nafnlaust
Þín orð segja mér margt,
hjálpa mér að opna.
Hleypa öllu út og stansa stundarkorn.

Ég vil engu leyna fyrir þér,
stend og horfi út í tómið.
Blákalt á móti mér kemur skuggi sálar þinnar.
Sýnir mér handfylli af ást og kastar til mín.
Án þess að ég verð vör við það.

Lendingin er mjúk.
Armar mínir umlykja ást þína´,
ég tek þéttingsfast tak.
Allt snýst í ringulreiðinni.
Mér tekst að horfast í augu við raunverleikann.

Í nýju ljósi birtist allt.
Fallið er hátt,
ég dey.
Ég dey í örmum ástar þinnar.
 
Nína
1983 - ...


Ljóð eftir Nínu

Nafnlaust
Nótt
Ósk