Missir
Þó að ég þekkti ykkur afar lítið,
þá vökna mín augu samt.
Að kveðja fólk, það er svo skrýtið
því verður fólk aldrei vant.

Komnar á fermingaaldur
aðeins þrettán ár að baki.
Á leið á skíðamót,
kvödduð heiminn á andartaki.

Áttuð eftir að upplifa ykkar drauma,
en nú eruði englunum hjá.
Ég sendi mína hlýju strauma
og hugsa ykkar til.  
Einar L. Gunnlaugsson
1991 - ...
Til minningar um Sunnu og Lindu, megi þær hvíla í friði.


Ljóð eftir Einar

Ísland best í heimi
Umdeild áras
Saga geimsins
Litlir guttar
Stóra golfhandbókin
Missir
Sjálfsímynd