Draumalandið
Það leynist land allra drauma
drauma sem rætast aldrei
landið er miðpunktur heimsins
heimsins sem þú sérð aldrei
þar eru akrar af ilmandi blómum
blómum sem hafa engan lit
þar sest sólin aldrei
og grasið bara vex
það vex svo hratt að það deyr
jafn óðum,það deyr
það jafnast við jörðu
og það byrjar á nýtt
að vaxa,sem aldrei fyrr
þar fljúga fuglar og syngja í kór
þeir syngja ljóð eftir látin skáld
skáld sem engin þekkir
en ljóðin þekkja allir
því ljóðin sem fuglarnir syngja
eru þjóðsöngur landsins
landsins sem engin sér.  
Guðni jóhann
1981 - ...


Ljóð eftir Guðni jóhann

Vígvöllur
Draumalandið
bankadagur