Ástar ljóð
Manstu okkar fysta fund
í fögrum lundi sátum bæði
og saman áttum unaðsstund
ég orti til þín lítið kvæði
við vorum kát og létt í lund
og lékum okkur þar í næði



þá gaman var að vera til
er vorið lék um vanga
við þráðum sól og sumaryl
og sætan blóma angan



Og saman lögðumst kinn við kinn
kát og rjóð og dreyminn
við vorum ung og ástfanginn
og áttum allan heimin.  
Ingólfur Ómar Ármannsson
1966 - ...


Ljóð eftir Ingólf

Tækifærisvísa
Ástar ljóð
Haustljóð