

Lífið er vegabréf mitt
til annars heims.
Og dauðinn eins konar
vegabréfsáritun!
Þegar þeir við innganginn
spyrja mig
um tollskyldan varning
mun ég þrýsta hendi
að brjósti
og lýsa yfir: “Aðeins tollfrjálsar minningar!”
og ég mun bíða milli vonar og ótta
eftir að komast í gegn.
Og svo, þegar þeir hleypa mér áfram
þigg ég boðið feginshendi
og smygla með mér
broti af mannlegum breyskleika
er ég geng
í gegnum hliðið.
til annars heims.
Og dauðinn eins konar
vegabréfsáritun!
Þegar þeir við innganginn
spyrja mig
um tollskyldan varning
mun ég þrýsta hendi
að brjósti
og lýsa yfir: “Aðeins tollfrjálsar minningar!”
og ég mun bíða milli vonar og ótta
eftir að komast í gegn.
Og svo, þegar þeir hleypa mér áfram
þigg ég boðið feginshendi
og smygla með mér
broti af mannlegum breyskleika
er ég geng
í gegnum hliðið.