Víkingurinn
Nú Freyr virðist í öndvegi hafður vera
álfana röðull á akrana skín,
nú allur gróður og tré sig vel bera
sváslegir vindar nú blása til þín.

Nú þreyttir Skinfaxi og Dagur orðnir eru
sól á himni síga fer,
Árvakur og Alsvinnur móðir eru
komin tími að kveðja hverja veru
ást og frið nú hefur, þessi dagur gefið mér.

Nótt nú yfir himin ríður
Hrímfaxi með dögg sína undir henni fer,
dimma á eftir sér hún grímu dregur
þó stjörnum prýdd hún sé.

Máni ásamt Viðfinns börnum
sólar sinni, gráleitur á himni hátt,
lýsir upp aldna steina á Njarðar ströndum
þó Hati Hróðvitnis mögur leiki grátt.

Tími sonar Svásuðar nú á enda er
þá Vindlónar mögur tekur hart á móti mér,
með frosti sínu og éli, mig hann kvelur hér
og allur gróður nú fölnar við fætur mér.

Hertíum klæddur ég stend hér nú og kveð
börn mín og konu ég faðma fast að mér,
nornirnar þrjár nú með rúnum rista mér og þér
hvað framtíðin í skauti sér ber.

Dvöl mín hér á fögrum miðgarðs foldum
brátt nú fer að líða
ég ligg hér dofinn í föllnum valnum
Gunnur, Rota og Skuld þar eftir mér bíða.

Ég finn nú að ég áfram er leiddur
á fund Valföðurs riðið er geyst,
þar mun ég í hávahöllu ásamt einherjum dvelja
þar sem öl og matur er bestur
og Ásgarð undan jötnum verja.

Ragnarök svo líða munu
þá á Gimlé ég ykkur mun aftur finna,
því að Surtar logi þann stað ekki nær að brenna
og mun hann hýsa alla þá sem sælir og góðir voru.

 
Grámann í Garðshorni
1976 - ...


Ljóð eftir Grámann í Garðshorni

Arfur barnanna
Víkingurinn
Útlaginn