Útlaginn
Ægis dætur bera mig
langt frá Ýmis holdi
í huga mér ég geymi þig
á stjörnu prýddu kvöldi.

Hjálmur sólar nú lýsist upp
Dagur áfram ríður
ég hélt ég myndi gefast upp
en förin áfram líður.

Ránar ver mér reyndist harður
hungrið oft mig sótti
samt ég áfram barðist særður
þó á mig sótti ótti.

Loks á land nú kjöl minn rak
tók þar á móti mér sólin
ég byggði nú yfir höfði mér þak
og áfram liðu árin.

Freyr mér fagra akra gerði
á móður Þórs ég nærðist
þeim ég mínar fórnir færði
til að vindar vetrar lægist.

Nú þegar árin á mig færast
leitar hugur minn til þín
minn andi er farinn að tærast
hjá þér sólin ávalt skín.

Ég ligg hér einn í rúmi mínu
hjartað farið að sljóvgast mjög
ég vona að ég sé enn í hjarta þínu
því þú sem eldur ert í mínu.

Nú ég lygni mínum augum aftur
á fund feðra minna fer
í von um að á Gimlé ég sjái þig aftur
þar með þér ég minni eilífð ver.
 
Grámann í Garðshorni
1976 - ...


Ljóð eftir Grámann í Garðshorni

Arfur barnanna
Víkingurinn
Útlaginn