

Ég reyni að drekka þig
en helvítis kúmenbragðið
stoppar í kokinu.
Ég man eftir kringlunum
sem ég borðaði hjá ömmu
dýfði þeim í teið.
Ég reyni að drekka þig
því hugsanir mínar
hverfa í eitt.
En í birtingu sé ég
bölvunina.
en helvítis kúmenbragðið
stoppar í kokinu.
Ég man eftir kringlunum
sem ég borðaði hjá ömmu
dýfði þeim í teið.
Ég reyni að drekka þig
því hugsanir mínar
hverfa í eitt.
En í birtingu sé ég
bölvunina.