Vinur minn
Kæri vinur

Dapur svipur fylgir þér
Og oft á tíðum hefur fólk það séð
En góð sál er innra með þér
En þessa sál ekki allir fá séð

Þér finnst þú vera á vitlausri braut
Sem aldrei virðist enda
Þér finnst lífið vera erfið þraut
En þrautin leysist það vil ég á benda

Fjarlægðin er ekki löng í hamingjuna
Vittu til vinur minn
Þú munt hennar una
Sá dagur kemur og verðu þinn

Mundu að sá sem yfir þér mun vaka
Styrkir þig sitjandi af fallegri sillu
Að þó einhver brot úr hjarta þínu myndi taka
Sendir hann þér styrk af þinni hillu

Þín vinkona B.B.S.
 
Berta Björg Sæmundsdóttir
1981 - ...


Ljóð eftir Bertu

Í annað sinn
Ég í dag 9. janúar 2004
Vinur minn
Blossi