

Þú verður að segja mér satt
ég get ekki lengur
gengið um
keðjureykjandi
með spjót í hjartanu
fiðring í maganum
snöru um hálsinn
þú verður að segja mér satt
ég vil ekki
deyja úr lungnakrabba fyrir þrítugt
blæða út í hjartanu
stökkva upp í hvert sinn
sem síminn tístir
bjallan hringir
draumurinn vaknar
Þú verður að segja mér satt
ég á ekki fyrir fleiri sígarettum
hef ekki meira blóð í hjartanu
ekki meira þrek til að elska
Þú verður að segja mér satt
ELSKARÐU MIG ?
eða kannski er mér bara alveg sama....
ég get ekki lengur
gengið um
keðjureykjandi
með spjót í hjartanu
fiðring í maganum
snöru um hálsinn
þú verður að segja mér satt
ég vil ekki
deyja úr lungnakrabba fyrir þrítugt
blæða út í hjartanu
stökkva upp í hvert sinn
sem síminn tístir
bjallan hringir
draumurinn vaknar
Þú verður að segja mér satt
ég á ekki fyrir fleiri sígarettum
hef ekki meira blóð í hjartanu
ekki meira þrek til að elska
Þú verður að segja mér satt
ELSKARÐU MIG ?
eða kannski er mér bara alveg sama....