

Þegar tíminn varð að klukku
festi nútíminn rætur
Æ síðan göngum við píslarvottar
í átt að turninum
þar sem leyndarmálin sofa
Okkar er þrenning :
sekúnduvísir, atómkjarni, og ljóshraði
Okkar menning er hátíðin
þegar orrustuþotur útrýmdu Guði
festi nútíminn rætur
Æ síðan göngum við píslarvottar
í átt að turninum
þar sem leyndarmálin sofa
Okkar er þrenning :
sekúnduvísir, atómkjarni, og ljóshraði
Okkar menning er hátíðin
þegar orrustuþotur útrýmdu Guði