

Falsaður tími
og eilífðarvélin hvín
meðan hugurinn reikar
við þrautir og vinnu
Falsaðar víddir
á hljóðhraða yfir borginni
og hugurinn farinn
til fjarlægðra heima
Stundin við tréð
leiðin til fjalls
tómar hendur í auðum dal
og tómur haus
í tannhjóli skuggans
og eilífðarvélin hvín
meðan hugurinn reikar
við þrautir og vinnu
Falsaðar víddir
á hljóðhraða yfir borginni
og hugurinn farinn
til fjarlægðra heima
Stundin við tréð
leiðin til fjalls
tómar hendur í auðum dal
og tómur haus
í tannhjóli skuggans