

Ég er sjálflýsandi í myrkri
og ég er sjálfvirkur í ljósi
tíminn er andvirkur í mér
Ég er varanleiki andans
og hverfileiki efnis
tíminn heilsar mér
Ég er stöðuorka lífsins
og ég er fallorka dauðans
tíminn er óvirkur í mér
Ég er tunglið að degi
og sólin að nóttu
tíminn hlær að mér
og ég er sjálfvirkur í ljósi
tíminn er andvirkur í mér
Ég er varanleiki andans
og hverfileiki efnis
tíminn heilsar mér
Ég er stöðuorka lífsins
og ég er fallorka dauðans
tíminn er óvirkur í mér
Ég er tunglið að degi
og sólin að nóttu
tíminn hlær að mér