Sjávarpláss
Ég veit ei hvað mig langar til,
ég velti þessu fyrir mér.
Ekki skil, hvað ég vil,
og deili þessu því með þér.

Gleðst einn dag,aðra ekki,
vil ei búa hér.
Hérna samt ég alla þekki,
ég deili þessu enn með þér.

Börnin mín,þau una sér,
fínt er hér að vera.
Margt þó þarf að breytast hér,
eitthvað róttækt þarf að gera.

Vinnan hér, hún lítil er,
vildi prófa annað.
lítið geri úr ýmsu hér,
en það er allveg bannað.

Slorið stunda alla daga,
það er vinnan mín.
En það víst er nú önnur saga,
þó hún rambi nú til þín.  
Rulla
1971 - ...
Hugrenningar sem koma og fara.


Ljóð eftir Rullu

Rigning
Sjávarpláss
Allir eiga að nærast vel