BÖLBÆN


Ég legg bölbæn á líðan þína alla,
að enginn heyri ef þú ferð að kalla.
Þér til handa vona ég þú kveljist
og öllu illu sálin þín seljist.

Sjálf þitt skal rotna upp að innan
og svartasta dag muntu finnann.
Þinn persónuleika svo sjúkan,
að þú skelfist yfir að brúkann.

Þú átt eftir að svitna og svíða,
af sálarangist ætíð líða.
Þín vitund skal dæmd á vítis bál,
viðþolslaus sársaukinn fylli þína sál.

Þín innri grimmd er þér sjálfum hulin,
en mín bölbæn er engum dulin.
Þú skalt gegndarlaust gráta og veina,
og biðja Guð um að fá að gleyma.

Það verður kvöl sem lýsir veginn þinn,
enginn lifandi mun bjóða þér inn.
Allir víkja vegi þínum úr,
sárt er horfinn vinurinn trúr.

Enginn saknar né vill vita af þér.
Þú skalt visna í sálinni á þér.
Brotinn ertu og skemmdur orðinn maður,
öllum sama þó þú sért aldrei glaður.

Enginn vill verja slæman mann,
með einum vísifingri dæma hann.
Vansæll og vinlaus í hegningu sértu,
á ævi þinni lifandi, dauður vertu.

Spegillinn sýnir brotinn mann,
þú sjálfur kannast ekkert við hann.
Þú munt líða og lúta innri manni,
loksins sálarangist verður þá með sanni.
 
Baugalín
2000 - ...


Ljóð eftir Baugalín

BÖLBÆN
ÖMURLEG ÖRLÖG
Biblíuljóðið
Dómurinn