STÓR ORÐ
STÓR ORÐ
Með eilífðina að vopni
mun alheimurinn aldrei enda
í stórum orðum.
hugsanir manna
hugsjónir kanna
hvergi mun sá máttur molna
meðan morgundagurinn mætir
keðjuverkun hugsanaorsaka
eru náttúrunnar verstu mistök
að eilífu mun sú hugsun ríkja
að ekkert sé það sem það sé
reikandi um ríki allra heima
endalok allra himingeima
gámur gleymdra hugsjóna
frelsið geymir vel