Niðurstaða
Hvernig líður manni
daginn sem maður fattar að maður mun lifa og deyja einn?

Leiður, einmana, öfundsjúkur, afbrýðissamur, niðurdreginn, reiður

reiður út í heiminn
reiður út af áformum Guðs
ef Guð er til

niðurdreginn
því maður mun ekki upplifa þá lífshamingju sem aðrir munu gera.

afbrýðissamur út í kærasta vinkonu sinnar

öfundsjúkur út í vin sinn

Einmana, því ég mun eyða jólum einn
ef ég held upp á þau
vinir og fjölskylda munu bjóða mér til sín á aðfangadagskvöld
vegna vorkunnar
reyna að halda uppi samræðum
en hvað hef ég að segja?

leiður, því þessi niðurstaða er stór baggi til að bera á öxlum sér
einn

Samt verð ég sáttur
sáttur því ég slepp við brostin hjörtu mislukkaðra makafundna
því ég þarf ekki og aldrei að taka að mér foreldrasessu
og fjölga mannkyninu
því maður fær að sleppa við heilbrigða sjúkdóm konunnar
peningaþörf barnanna
væl tengdaforeldra
og meir!

Ég mun ganga einn
beinn
glottandi út í heiminn
því ég mun aldrei þurfa að skipta búinu.  
Mossi
1985 - ...


Ljóð eftir Mossa

Sjálfur
Góði Drengurinn
Niðurstaða
Þrælahald
Stress