

andvana fædd orð
úr hugarfylgsni
krossin er hvítur
og ég kveiki á kerti
kom þú frelsari hugrenninga
ber barn þitt burtu
ég drýp höfði
og held áfram knúinn gremju
skáldanóttin er svört framundan
ég dreypi á bikar mótlætis
dreg upp sverð tungunnar
og bíð þess sem koma skal
úr hugarfylgsni
krossin er hvítur
og ég kveiki á kerti
kom þú frelsari hugrenninga
ber barn þitt burtu
ég drýp höfði
og held áfram knúinn gremju
skáldanóttin er svört framundan
ég dreypi á bikar mótlætis
dreg upp sverð tungunnar
og bíð þess sem koma skal