Dansandi afrit
Ég vil að
þeir taki hólógramískt afrit af mér dansandi
í laginu eins og ég Live!
Þeir skulu geyma afritið fyrir alla að sjá
í flagnandi hvítmáluðu herbergi
einhvers staðar í risíbúð
Það verður rafknúið af eilífðarvél
hlaupandi naggrísir í hringekjutúrbínu
sem fjölga sér og deyja á þriggja mánaða fresti
Ég vil að
allir geti komið og dáðst að mér steppandi
ef þeir leggja á sig að finna niðurnítt húsið
en risíbúðin verður falin eins og hernaðarleyndarmál
meðal þeirra sem heyja orrustu seiglunnar
gegn tímabundnu vélvirki
Ég vil að
fólk roðni við Elvis-hnykk mjaðma minna
og skilji af hverju orðið Sköpun er mér tamt
en orðið Handverk er mér leitt eins og ótemjutrunta
Ég vil að
höfuð búkur lappir verði þrenning sönn og ein
þversögn svo einföld
ef ekki er sagt
já! eða nei! heldur einmitt kannski!
Ég vil að
skiljist af munúðarfullum hreyfingum axlanna
og nekt viðbeinanna af hverju ég dansa
frístæl en ekki Cha-Cha-Cha eða vínarvals
Ég vil að
sjáist á tungubroddi mínum sem skýst
út um annað munnvikið eins og á einbeittu barni
með 1798 stig í Gameboy™
hvers vegna leikur þess smáa
en ekki múgskelfdur tangó byltingar skóa
Ég vil að
sveigar úlnliða minna kringum loftstjörnur
kringdar milli bendifingurs og þumals
beri mentóri mínum fagurt vitni
LeRoy í Fame en ekki Nietzsche í Rope:
„It is not what you show, it is what you’re holding back“
Ég vil að
sjáist á hárinu sem bylgjast í uppreisn
með sitt eigið striptease á skallanum
hvers vegna þetta eina taktfasta Núna
– er það ekki lengur núna
Ég vil að
sjáist af augunum frávita af gleði
hvers vegna fæturnir stjórnuðust ekki af lífhræddum haus
sem kunni ekki fótum sínum forráð nema í lok lagsins
á flótta undan fundvísum bjölluhljómi
Ég vil að
skiljist þegar hjartað dettur úr beati
– fólk kiknar, grípur fyrir andlit og kallar: Sjáið, þarna er maður!
hvers vegna glimmer og stjörnuryk
þyrlast af loftsteini
gegnum gufuhvolfið
Ég vil að
þú skiljir þegar þú snertir textann
fingur á ystu nöf sjálfra sín
gleiðir og þurfandi eins og þú vildir taka um slagæð...
Ég vil að
þú skiljir að hjartað úr draugi er minning í líki afrits
– dansandi hólógram
þeir taki hólógramískt afrit af mér dansandi
í laginu eins og ég Live!
Þeir skulu geyma afritið fyrir alla að sjá
í flagnandi hvítmáluðu herbergi
einhvers staðar í risíbúð
Það verður rafknúið af eilífðarvél
hlaupandi naggrísir í hringekjutúrbínu
sem fjölga sér og deyja á þriggja mánaða fresti
Ég vil að
allir geti komið og dáðst að mér steppandi
ef þeir leggja á sig að finna niðurnítt húsið
en risíbúðin verður falin eins og hernaðarleyndarmál
meðal þeirra sem heyja orrustu seiglunnar
gegn tímabundnu vélvirki
Ég vil að
fólk roðni við Elvis-hnykk mjaðma minna
og skilji af hverju orðið Sköpun er mér tamt
en orðið Handverk er mér leitt eins og ótemjutrunta
Ég vil að
höfuð búkur lappir verði þrenning sönn og ein
þversögn svo einföld
ef ekki er sagt
já! eða nei! heldur einmitt kannski!
Ég vil að
skiljist af munúðarfullum hreyfingum axlanna
og nekt viðbeinanna af hverju ég dansa
frístæl en ekki Cha-Cha-Cha eða vínarvals
Ég vil að
sjáist á tungubroddi mínum sem skýst
út um annað munnvikið eins og á einbeittu barni
með 1798 stig í Gameboy™
hvers vegna leikur þess smáa
en ekki múgskelfdur tangó byltingar skóa
Ég vil að
sveigar úlnliða minna kringum loftstjörnur
kringdar milli bendifingurs og þumals
beri mentóri mínum fagurt vitni
LeRoy í Fame en ekki Nietzsche í Rope:
„It is not what you show, it is what you’re holding back“
Ég vil að
sjáist á hárinu sem bylgjast í uppreisn
með sitt eigið striptease á skallanum
hvers vegna þetta eina taktfasta Núna
– er það ekki lengur núna
Ég vil að
sjáist af augunum frávita af gleði
hvers vegna fæturnir stjórnuðust ekki af lífhræddum haus
sem kunni ekki fótum sínum forráð nema í lok lagsins
á flótta undan fundvísum bjölluhljómi
Ég vil að
skiljist þegar hjartað dettur úr beati
– fólk kiknar, grípur fyrir andlit og kallar: Sjáið, þarna er maður!
hvers vegna glimmer og stjörnuryk
þyrlast af loftsteini
gegnum gufuhvolfið
Ég vil að
þú skiljir þegar þú snertir textann
fingur á ystu nöf sjálfra sín
gleiðir og þurfandi eins og þú vildir taka um slagæð...
Ég vil að
þú skiljir að hjartað úr draugi er minning í líki afrits
– dansandi hólógram
Úr bókinni Ofurmennisþrá - milli punkts og stjarna. Nýhil, 2004.
Allur réttur áskilinn höfundi.
Allur réttur áskilinn höfundi.