Svefninn!
Á meðan borgarbúar fögnuðu nýju ári
með flugeldaskothríð um miðnættið
tókst þú inn nokkrar svefntöflur,
lagðist upp í rúm og breiddir yfir þig
dúnmjúku sænginni sem þú fékkst um jólin,
slökktir á náttlampanum og myrkrið kyssti þig
og faðmaði þig að sér í síðasta sinn.
með flugeldaskothríð um miðnættið
tókst þú inn nokkrar svefntöflur,
lagðist upp í rúm og breiddir yfir þig
dúnmjúku sænginni sem þú fékkst um jólin,
slökktir á náttlampanum og myrkrið kyssti þig
og faðmaði þig að sér í síðasta sinn.