

Í takti hljómfalls
líkamar mætast
tunga í tungu
varirnar vætast
eitt augnablik
verða orð eins og ljóð
sem ég greypi í hugann
og geymi sem fjársjóð
minningar mætar
ég ætíð mun geyma
þessari nótt
ég aldrei mun gleyma
það var sem jörðin
stæði í stað
ég vildi margt segja
þótt ég gæti ekki sagt það
en minningar mætar...
líkamar mætast
tunga í tungu
varirnar vætast
eitt augnablik
verða orð eins og ljóð
sem ég greypi í hugann
og geymi sem fjársjóð
minningar mætar
ég ætíð mun geyma
þessari nótt
ég aldrei mun gleyma
það var sem jörðin
stæði í stað
ég vildi margt segja
þótt ég gæti ekki sagt það
en minningar mætar...