Lexía lífsins
Ung og saklaus
á lífsins leið
allt var bjart
og framtíðin beið
Hún trúði á allt
og trúði á alla
Hún átti eftir að læra
af sínum bláeygða galla
Lífið var ljúft
þar til kvöld eitt
að veröldin sökk
og allt varð breytt
Aðeins ein karlkyns vera
var lífi hennar í
Á einu kvöldi
hann breytti því
Hann sem áður hafði verið
bestur af öllum
sat nú að drykkju
með ókunnum körlum
Er drukkið hafði nóg
til að sálinni týna
seldi hann djöflinum
stúlkuna sína
Inni í rúmi sat hún leið
eftir óp og orðagjálfur
þegar inn í myrkrið skreið
djöfullinn sjálfur
Er Lokaðist hurðinn
og dimmt var orðið
lá hún aftur ein
en sakleysið var horfið
Hún hélt seinna að þetta yrðu
bara minningar sárar
hún vissi ei að í myrkrinu
biðu fleiri árar
á lífsins leið
allt var bjart
og framtíðin beið
Hún trúði á allt
og trúði á alla
Hún átti eftir að læra
af sínum bláeygða galla
Lífið var ljúft
þar til kvöld eitt
að veröldin sökk
og allt varð breytt
Aðeins ein karlkyns vera
var lífi hennar í
Á einu kvöldi
hann breytti því
Hann sem áður hafði verið
bestur af öllum
sat nú að drykkju
með ókunnum körlum
Er drukkið hafði nóg
til að sálinni týna
seldi hann djöflinum
stúlkuna sína
Inni í rúmi sat hún leið
eftir óp og orðagjálfur
þegar inn í myrkrið skreið
djöfullinn sjálfur
Er Lokaðist hurðinn
og dimmt var orðið
lá hún aftur ein
en sakleysið var horfið
Hún hélt seinna að þetta yrðu
bara minningar sárar
hún vissi ei að í myrkrinu
biðu fleiri árar