ég er/ég var
ég er...
ímynduð rödd frá tunglsljósinu
spegla mig i skrifaða glugga hugans
í dag er ég viljastyrkur
sem hefur flúið myrkur
og hof sljóleikans
í dag er ég ljóð að myndast
út úr hughvarfi skuggans.

ég var...
afvegaleiddur skuggi sjálfs míns,
andi pípunnar sem leitaði á bakkann
niðrí fjöruna þar sem kistan
lá í fjörugrasinu.
veiddi kríuna kalda
og ruddi steinum ímyndunar,
hverfuls hugar annars hugar
annars vegar.

ég hef hvatt þig \"ég var\"!!!
því \"ég er\"...
í dag,...
án skuggans.

 
Vilmar Pedersen
1976 - ...


Ljóð eftir Vilmar

ég er/ég var
ljóðahljóð
Lótusblómið