Ákvörðun af öðru tagi
Hafið, svarta hafið.
Kallar stöðugt til mín.
Ég beini augum tunglið á.
Því máninn hefur aðra sýn.
Hafið vill við sameinumst
í öldum stórum og smáum.
Máninn hlustar samtalið á
og horfir með augum sínum bláum.
Máninn vill ég elti hann
og gerist ein af stjörnunum.
Hafið biður hinsta sinn
að ég komi undan dögunum.
Föstudagur næstur er
hugsa minn hugur þarf.
Mánudagur kominn er
en svarið bara kom og hvarf.
Fimmtudagur kom þó aftur
hugur minn fékk engan frið.
Samt safnaðist í mér einhver kraftur
Þar sem ég ákvað að gefa þeim grið.
Ég gekk út en sá hvergi Mánann,
og Hafið hafði þornað upp.
Ég þar Sólina leit í fyrsta sinn,
hún skarst í leikinn og fuðraði mig upp.

©Hrefna Bettý Valsdóttir
 
Hrefna Bettý Valsdóttir
1989 - ...
ja ég held nú bara að ljóðið skýri sig sjálft.


Ljóð eftir Hrefnu Bettý Valsdóttur

Ákvörðun af öðru tagi
Crazy Daisy
Hurt
Broken-Man
Conflicted Underneath
Ætíð of sein
Ripped
My Best Friend