Ætíð of sein
Ein mun ég sitja,
hér eftir alein.
Kom mér ei á óvart,
alltaf verið of sein.

Alla þessa leið
sem að ég nú fór.
Aðeins nokkrar mílur enn.
Þá kannski, já kannski
hefði ég komist í mark

Ég sit við hliðina á þér
dag eftir dag
Veit ekki hversu lengi
ég mun geta falið það.
Falið þetta frá þér.

Ætli það muni ekki
vera í dágóðan tíma.
Því þú ert svo blindur
eða vilt ekkert sjá,
hvernig mér líður
það framhjá þér fer.

Enn á ný horfi
ég á eftir þér
þú aftur ert komin
með nýja uppá arminn
og ef það ei gengur
þú kemur og vælir
utan í öxlinni mér.

Og ég leyfi það
því það seinasta
sem ég vil sjá
er þig í ástarsorg.

©Hrefna Bettý Valsdóttir - 1989-2005  
Hrefna Bettý Valsdóttir
1989 - ...
Gagnrýni eða hrós eru ætíð vel metin.
Sendið bara á heavenly_demonic69@hotmail.com


Ljóð eftir Hrefnu Bettý Valsdóttur

Ákvörðun af öðru tagi
Crazy Daisy
Hurt
Broken-Man
Conflicted Underneath
Ætíð of sein
Ripped
My Best Friend