Móðursorg
Ég elska litla engilinn,
sem í vöggu sinni sefur.
Ég elska litla engilinn,
sem mikla ást mér gefur.


Nú veikur er litli engillinn,
sem kúrir mér að barmi.
Nú veikur er litli engillinn,
því lifi ég í harmi.


Nú dáinn er litli engillinn,
sem gerði mig svo ríka.
Nú dáinn er litli engillinn,
og dó mitt hjarta líka.
 
Sandra Melberg
1986 - ...


Ljóð eftir Söndru Melberg

Móðursorg
Ástin