Ástin
Hann sá hana í fjarska,
og ástfanginn varð hann um leið.
Hann vildi við hana tala,
en eftir réttu stundinni beið.

Hárið var fallegt sem silki,
og augun svo falleg og blá.
Fiðring hann fékk um sig allan,
hann fylltur var einskæri þrá.

Hann vilti spyrja ´ana að nafni,
og dolfallin gekk hann af stað.
En mun hún svara á móti,
hann hugsaði lengi um það.

Hann þreytur opnaði augun,
hafði hann dreymt þetta allt?
Hlýjan sem áður hann fann,
hvarf og allt varð svo kalt.

En svo fann hann eitthvað hreyfast,
hann fann einhvern liggja sér hjá.
Hann leit við og sá aðeins augun,
svo himnesk, falleg og blá.
 
Sandra Melberg
1986 - ...


Ljóð eftir Söndru Melberg

Móðursorg
Ástin