Eftirsjá
Stundum hlaðast upp hrannaský,
þá hugurinn fer um völl.
Hjartað berst um þungt sem blý,
í eyra bylur efans köll.

Vanmátta stend og veit svo fátt,
vildi í hug þínum sjáist.
Hvort þú í sannleika hér er sátt,
eða hvort hjartað þitt þjáist.

Því alla ást vildi gefa þér,
þessa heims og þess handan.
Bara ef hefði þú komið með mér,
þá mátt hefðum leysa vandann.  
Gunnar
1956 - ...


Ljóð eftir Gunnar

Eftirsjá
dait.is