þú ert minn besti vinur
Þú fæddist þann annan ágúst
með þitt yndislega bros á vör
með tímanum varð það fallegra
eins og hjartað þitt óx og óx

Með tímanum varð ánægjan meiri
eins og vandamálin urðu fleiri
þú fæddir þinn yndislega son
svo ung en þú lést það ey á þig fá

Með tímanum kynntist þú manni
reynduð þið af öllum krafti
að eignast þér annað barn
sem á endanum varð stúlku barn

Með tímanum varðst þú einstæð móðir
með börnin þín þér við hlið
vannst eins og vitleysingur
því einhver varð að sjá fyrir þér og þínum

Tíminn leið eins og vindhviða
fæddir þú annan dreng
en svo kom í ljós seinna meir
að faðir þinn var alvarlega veikur

Mánuðirnir liðu hægt
og brátt flaug hann á seinni vængnum
og hvarf þér fyrir aftan sjóndeildarhring

Þú lést börnin þín aldrei sjá
þig fella tár
en hvert tár sem ég ey sá
snerti mig og kvaldi

Ég vissi alveg að þetta var erfiður tími
en þú misstir aldrei brosið til okkar
en auðvitað brostir þú ekki eins mikið
og þegar þið afi sátuð saman


Þú áttir svo annan strák
og við fluttum í sveitasæluna
þið amma unnuð mikið
og ég sá þitt fallega andlit ekki eins oft og áður


En því er ekki að skipta
þú byggðir okkur fallegt heimili
með tímanum varð dóttir þín mikið lasin
og þú stóðst við hennar hlið eins og klettur

Dóttir þín var heima
og horfði á heimilið sitt verða að
einni tauga, og vanlíðunnar hrúgu
með hverju tári fylgdi slæm vanlíðan
sem ekki var oft gott að skilja

Á endanum komst þú að því
að heimilið okkar yrði brátt ekki okkar
þú reyndir að berjast
en á endanum fórum við að leita að öðru heimili

Við fluttum inn í nýtt heimili
nýtt upphaf
tímarnir voru öðruvísi
og brosið kom oftar

Aumingja börnin
sem ekki eiga móður
því ég gæti ey
lifað án þinna arma

Þú ert móðir mín
þú ert besti vinur minn
þú ert ástæðan fyrir því að ég vakna á morgnanna
þú ert manneskjan sem ég elska meira en allt
ég elska þig
 
Elísabet
1987 - ...
ég gaf mömmu minni þetta ljóð í afmælisgjöf


Ljóð eftir Elísabetu

Nú ertu farinn
þú ert minn besti vinur