Hugleiðing um ástina
Leitin að því,
sem við ekki þekkjum,
en viljum svo auðmjúk
í einlægni fá.

Guðlegur hégómi,
fjarlæg sem sólin,
í huganum blundar
óskýr þrá.

Hver erum við,
sem hyggjum að fáu,
til að skilja
eða skynja
slík reiðinnar býsn?

Þann lokaða heim
er erfitt að finna.
Hinn fullkomna farveg
fremstu kennda.

Sitt sæti hvert mannsbarn
á stað þessum á,
í öryggi og ógn ei frá munu hvika
hvort öðru, því tveir og tveir
saman þar sitja.

Í brjóstum þessara
samferðamanna
logar um eilífð ástarbál.
Munu dyrnar upp ljúkast
og inn skulu ganga
sameinuð hjörtu,
ein brennandi sál.
 
Bjarni St.
1985 - ...


Ljóð eftir Bjarna St.

Hugleiðing um ástina
Skrattanum skemmt
Á barnum