Á barnum
Þar sem læri þín mætast er gullið grafið,
gaman væri þeim auði að ná.
Yrði það yfir allt himneskt hafið
að hendast á reið um nótt þér á.

Heyrðu góði, gleymdu þessu!
Gamna færðu þér ekki með mér.
Átt þú í höggi við harðsnúna skessu
sem hryggbrýtur sveina og undan þeim sker.

Fyrirgefðu framhleypnina,
fara skal ég burt frá þér.
þykist ég þó vita, vina,
að viljir þú samt sofa hjá mér.
 
Bjarni St.
1985 - ...


Ljóð eftir Bjarna St.

Hugleiðing um ástina
Skrattanum skemmt
Á barnum