

Orð af orði
bók af bók
hugmynd af hugmynd
mynd eftir mynd
Mig langar til þess að yrkja um:
-Hlaupandi fólk á grísku skrautkeri
-Mann sem aldrei fór suður
-Sofandi svein á fjallatoppi
-Nakin börn í tunglskini
-Lítinn sótara á heiði
-Boeng-þotur á heimleið
En held í heiðri áttunda boðorðið
Þú skalt ekki stela!
Samt kyssa bárur ennþá báta
í brakandi sunnan þey.
Og ég blygðast mín ei
þó ég noti ekki gæsalappir.
bók af bók
hugmynd af hugmynd
mynd eftir mynd
Mig langar til þess að yrkja um:
-Hlaupandi fólk á grísku skrautkeri
-Mann sem aldrei fór suður
-Sofandi svein á fjallatoppi
-Nakin börn í tunglskini
-Lítinn sótara á heiði
-Boeng-þotur á heimleið
En held í heiðri áttunda boðorðið
Þú skalt ekki stela!
Samt kyssa bárur ennþá báta
í brakandi sunnan þey.
Og ég blygðast mín ei
þó ég noti ekki gæsalappir.