Ritstuldur eða fölsun
Orð af orði
bók af bók
hugmynd af hugmynd
mynd eftir mynd

Mig langar til þess að yrkja um:
-Hlaupandi fólk á grísku skrautkeri
-Mann sem aldrei fór suður
-Sofandi svein á fjallatoppi
-Nakin börn í tunglskini
-Lítinn sótara á heiði
-Boeng-þotur á heimleið

En held í heiðri áttunda boðorðið
Þú skalt ekki stela!
Samt kyssa bárur ennþá báta
í brakandi sunnan þey.
Og ég blygðast mín ei
þó ég noti ekki gæsalappir.
 
Pjetur St. Arason
1967 - ...


Ljóð eftir Pjetur St. Arason

Litli dátinn með eldspýturnar
Ritstuldur eða fölsun
Basho í grasagarði Pragborgar
Flöskuskeyti ætlað vinkonu
vetur