Kárahnjúkur
Ó, þú vanþakkláti landi.
Ólmur þú vilt mig virkja.
Drekkja mér í djöfulshlandi?
Drepa mig og kyrkja.

Drekkja mér í syndaflóði?
Hvar er þá Nói? og hans örk?
Mundir þú skipta á orku og blóði?
Hversu mörg megawött framleiðir Björk?

Hreindýrin þau drukkna í eigin blóði,
forsetanum bara alveg sama.
Raddbönd fugla fyllast flóði,
eigum við ferðaþjónustuna bara að lama?

Hugsiði um komandi kynslóð,
okkar mistök verða þeirra verkur
ég meina, þetta er okkar eigin blóð.
Austurland er staður merkur.

Viltu koma í skoðunarferð?
Til er ég, landslagi skreyttur.
hættið því við stíflugerð,
því ég er ekki fallegur breyttur!

Hefur þú lent í rafmagnsskorti?
Það eru ekki margir sem láta sér bera,
Þess vegna þetta ljóð ég orti.
Ég heiti Kárahnúkur, látiði mig vera!
 
Árni Guðmundur
1988 - ...
Pease out Austurland


Ljóð eftir Árna Guðmund

Kárahnjúkur
Hugsuðurinn