

andnauð sól
fjaraði út
fjörðinn
festi ský
á himni
saggaði fyrir
blikaði haf
dallur í ranni
og skuggamynd af manni
með dræsu
stagandi á polla
gamall farinn að skrolla
ég spurði
hvernig liði?
og tók í nef að sjóara siði
ullarpeysa
gulur hattur
gekk hann burt eilítið fattur
fjaraði út
fjörðinn
festi ský
á himni
saggaði fyrir
blikaði haf
dallur í ranni
og skuggamynd af manni
með dræsu
stagandi á polla
gamall farinn að skrolla
ég spurði
hvernig liði?
og tók í nef að sjóara siði
ullarpeysa
gulur hattur
gekk hann burt eilítið fattur