Gjöreyðingarferli tvö
Brýt í bága við sjálfan mig en elska vorið líkt og börn þín þráðu umkomulausan hvolp sem kveið fyrir breytingum tímans sem ég einn gat stöðvað.
Þú reynir að nálgast mig en ég fleygi mér ofan í hyldýpið án þess að kveðja því mér líkaði aldrei við þann er þú þóttist vera.
Í kjarnorkubyrgi föður míns
eru vistir fyrir daga eyðileggingarinnar sem þú munt skapa.
- En ég verð fyrri til.
Þú reynir að nálgast mig en ég fleygi mér ofan í hyldýpið án þess að kveðja því mér líkaði aldrei við þann er þú þóttist vera.
Í kjarnorkubyrgi föður míns
eru vistir fyrir daga eyðileggingarinnar sem þú munt skapa.
- En ég verð fyrri til.
Ég samdi þetta ljóð eftir rifrildi við vinkonu bróður míns sem vinnur í Bónus...Hún þykist vita allt.