

ég reyni
að galvanisera
ryðgað hjartað
ég bæti í
boltum og skrúfum
smyr allt draslið
en þetta er ekki
klukkuverk frá Sviss
heldur íslenskt handverk
gangur þess
er ekki eins
og íslenska hestsins
það urgar í
ónýtum festingum
og ryðguðum nöglum
sem vor slegnir í
rétt til að lappa uppá
draslið
samt slær eitthvað
undursamlegt í því
klunnalegt glamur
þá líður mér
eins og manninum
sem fann upp hjólið
að galvanisera
ryðgað hjartað
ég bæti í
boltum og skrúfum
smyr allt draslið
en þetta er ekki
klukkuverk frá Sviss
heldur íslenskt handverk
gangur þess
er ekki eins
og íslenska hestsins
það urgar í
ónýtum festingum
og ryðguðum nöglum
sem vor slegnir í
rétt til að lappa uppá
draslið
samt slær eitthvað
undursamlegt í því
klunnalegt glamur
þá líður mér
eins og manninum
sem fann upp hjólið